22.04.1932
Efri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

14. mál, útflutningur hrossa

Jón Jónsson:

Ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, þó að ég í raun og veru telji mál þetta litlu skipta, úr því, sem komið er, þar sem mjög lítið er orðið um sölu á hrossum út úr landinu, því að eins og kunnugt er, hefir sá mikli markaður, sem var fyrir íslenzka hesta allt frá 1870 til 1920, alltaf farið minnkandi síðustu 8 arin, svo að nú er helzt útlit fyrir, að hann hverfi með öllu, nema þá helzt fyrir hross, sem hafa einhverja sérstaka kosti. Þó að þannig sé nú komið um markaðinn, er vitanlega sjálfsagt að hafa Iög um þessi efni, og því hefir stj. komið fram með frv. Það, sem hér er til umr. nú, ásamt brtt. landbn. Þó að ég hafi skrifað undir nál. með fyrirvara, þá er ég samt að mestu sammála um brtt. þær, er hún hér fram við frv. Það er aðeins eitt atriði, sem ég er í vafa þm. Önnur brtt. kveður svo á, að ekki megi flytja út hross frá 1. okt. til 1. júní. Þó er með sérstakri undanþágu veitt heimild til þess að flytja út hross frá 1. marz til 1. júní. Samkv. brtt. þessari er því með öllu óheimilt að flytja hross út á tímabilinu frá 1. okt. til 1. marz. Ég veit nú vel, að það er ekki mikið um útflutning hrossa á þessu tímabili, enda ekki æskilegt, sérstaklega ef þarf að flytja þau langar leiðir á landi, áður en þau komast á útflutningshöfn, því að eins og kunnugt er, er þeim mjög þungt um allar hreyfingar á haustin og framan af vetri. Þó er það nú svo, að fyrir hefir komið, að hross hafa selzt til útlanda á þessu tímabili, og má því vel vera að það geti komið fyrir enn. Getur því verið vafamál, hvort rétt sé að banna með öllu útflutning þeirra þetta tímabil. Ég held því, að réttara væri að heimila atvmrh. að veita einnig undanþágu á þessu tímabili, frá 1. okt. til 1. marz.

Aths. þessa hefi ég gert eftir beiðni S. Í. S., sem telur æskilegt að fá þessa undanþáguheimild inn í lögin, því að öðrum kosti þyrfti að gefa út bráðabirgðalög, ef til kæmi með útflutning hrossa á þessu tímabili. Ég geri nú frekar ráð fyrir að koma með brtt. um þetta atriði við 3. umr., en þó hefi ég ekki fullráðið það enn, en ég vil a. m. k. vekja athygli hv. dm. á því, að þetta getur verið álitamál.