29.03.1932
Efri deild: 37. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson) [óyfirl.]:

Mér fannst það vel viðeigandi, að hv. 1. þm. þessa bæjar skyldi standa upp og lýsa skoðun sinni í þessu máli. En ræða hans fór í alveg sömu átt og stefna þessa hv. þm. og flokksbræðra hans hefir verið áður. Yfirleitt virðist hv. þm. og flokkur hans kunna því illa, að við þessu máli sé hreyft.

Háskólinn okkar var stofnaður 1911. Hann hefir alltaf orðið að vera í húsi, sem ætlað er til allt annarar notkunar, og ég vil taka undir með hv. frsm. minni hl. um það, að ekki er vansalaust, að æðsta menntastofnun íslendinga skuli eiga við svo bágborin húsakynni að búa sem raun ber vitni. En það er segin saga, að sá flokkur, sem hv. 1. þm. Reykv. nú er í, hefir alltaf haft ýmugust á þessu máli, og vill ekkert fyrir það gera. Það má því undarlegt heita, þar sem sá flokkur er í meiri hluta í bæjarstj. Rvíkur, og væri því ekki óeðlilegt, að þeir hefðu áhuga fyrir því, sem yrði bænum til sóma og prýði. En ég vil pakka hv. 1. þm. Reykv. fyrir þá glöggu afstöðu, sem hann með ræðu sinni tók til þessa máls, og verð ég að segja, að hún er í fyllsta samræmi við þann áhuga fyrir sönnum þjóðþrifamálum, sem hefir einkennt störf þessa hv. þm. hér á Alþ.

Að svo mæltu sé ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta mal; ég get lýst yfir því, að ef hv. 1. þm. Reykv. skilur ekki ákvæði 3. gr. frv., þá treysti ég mér ekki til þess að koma honum í skilning um þau.