02.04.1932
Efri deild: 41. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (859)

17. mál, bygging fyrir Háskóla Íslands

Jón Þorláksson:

Þessi litla brtt., sem ég flyt á þskj. 264, fer aðeins fram á það, að gera ljósan í ákvæðum 3. gr. frv. um heimild ríkisstj. til að láta reisa heimavistahús fyrir kennaraefni á lóð háskólans, þann skilning, sem samkomulag varð um milli hæstv. dómsmrh. og fyrirspyrjanda við 2. umr. þessa máls, að hv. d. ætlaðist til, að lagður væri í þetta ákvæði. Ég vona því, að það hafi enginn neitt á móti þessari brtt., og að hún verði samþ.