04.04.1933
Neðri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

16. mál, varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þá ætti hv. þm. Ísaf. ekki að vera að tala um þessi læknalaun. Fyrir þinginu í fyrra var frv. um að gera einn af þessum læknum að prófessor. Út af því var rætt um þessi launamál, launin við landsspítalann, og þá kom í ljós, hvað þeir höfðu í laun, og það var mikið um þetta rætt og þegjandi samþ. af þinginu, hver þau væru. Þess vegna er það, að þó að þetta hafi kannske ekki beinlínis verið samþ. af þinginu, þá hefir það verið gert með vitorði þingsins og þegjandi samþykki þess.