02.05.1933
Efri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2878 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (GÓ):

Út af þessum orðum, sem hv. 2. þm. Árn. beindi til mín, skal ég geta þess, að ég finn ekki, að ég hafi sagt neitt mikið eða átalið umfram þörf. En hv. þm. er stór upp á sig. Er ekki von, að hann taki aths., hann er yfirmaður í sínu héraði og sennilega ekki vanur við aðfinnslur, enda þolir hann þær illa.

En ég verð að segja, að ég er á sama máli og hv. 3. landsk., að það sé deildin, en ekki nefndir, sem ákveða, hvort málin gangi fram eða ekki. Ég mun því á sínum tíma taka frv. um æðsta dóm á dagskrá, hvort sem nál. kemur eða ekki, ef flm. óskar.

Þá var hv. 2. þm. Árn. að hnífla mig fyrir að hafa ekki tekið á dagskrá tvö mál, sem ekki fóru í n. Ég get þá sagt honum, að þau eru bæði komin á dagskrá og verða tekin fyrir á morgun, og er því ekki í það skjólið að flýja héðan af.