24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (1332)

61. mál, útborgun á launum embættismanna

Magnús Jónsson:

Frsm. fjhn. er ekki við. Ég ætla ekki að gerast frsm., en sem flm. þessarar till. get ég notað tækifærið á meðan til að lýsa því, hvernig ég lít á afgreiðslu nefndarinnar. N. hefir lagt til að breyta þessari till. þannig, að nota aðra aðferð til að ná sama tilgangi og ég miðaði að. Ég get vel fallizt á, að sú að

ferð sé töluvert einfaldari. Það hlýtur að verða algerlega kostnaðarlaust ríkisféhirði og fyrirhafnarlítið. Eins og hv. þdm. sjá, er lagt til að greiða laun þeirra, sem óska, inn á reikning þeirra í Landsbankanum; og þeir embættismenn, sem þessa aðferð kjósa sér, geti gefið út tékka á þennan reikning eða sjálfir fengið þá greidda í sparisjóðum eða þeim peningastofnunum, sem þeim er hentast.

Ég tel, að tilgangi till. minnar sé algerlega náð með þessari till.