15.03.1933
Neðri deild: 25. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (1678)

40. mál, sjúkrasamlög

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Þegar þetta mál var hér til 3. umr. fyrir viku síðan, óskaði ég þess, að málið væri tekið út af dagskrá, til þess að allshn. gæti unnizt tími til að athuga, hvort ekki væri rétt að gera einhverjar breyt. á frv., samkv. ósk hv. þm. Borgf. Ég get nú upplýst, að n. hefir að mestu leyti gengið frá brtt., bæði við þau atriði, sem hv. þm. Borgf. benti á, og nokkur fleiri, og er aðeins eftir að prenta þær og útbýta þeim hér í d. Býst ég við, að það verði hægt á morgun. Ég vil því óska eftir við hæstv. forseta, að hann taki málið út af dagskrá.