12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1915)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Jón Baldvinsson:

Það er rétt, að hæstv. forsrh. leyfði það umyrðalaust, að málið væri tekið út af dagskrá á mánudaginn var. Sé ég þó ekki ástæðu til að afgreiða málið fyrr en á síðasta degi, 15. apr. Ætti það þó að sýna, að menn eru ekki fúsir til að samþ. þessa sammála, eins og a. m. k. kemur fram hjá flestum, sem um málið hafa rætt. Sá dráttur ætti að sýna, að okkur er afgreiðsla málsins ekki ljúf. Sveinn Björnsson, sem hefir verið við samninga í Englandi, væri þá líka kominn fyrir síðustu umr. á laugardaginn. Væri það til gagns fyrir þá, sem vildu upplýsast um það, hvort þetta gæti haft einhver áhrif á fyrrnefnda samninga við Breta.