12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2872 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Torfason:

Ég kann ekki við það, að verið sé að bera sakir á hv. samþm. minn í Nd., án þess reynt sé að láta hann njóta sannmælis. Ég hygg, að aths. hv. 2. landsk. sé á misskilningi byggð. Það er nóg, að fullur helmingur dm. sé á fundi og greiði þar atkv., eins og margoft kemur fyrir. Það tilfelli, sem hv. þm. benti á, býst ég við, að hafi verið svipað og atkvgr. um till. eina, sem kom til atkv. að nóttu til hér á þingi og var felld vegna þess, að fleiri af fundarmönnum greiddu ekki atkv. heldur en þeir, sem atkv. greiddu. Það féll einu sinni till., sem 12 atkv. voru greidd með, af því 25 voru á fundi og 13 greiddu ekki atkv.

Ég hefi talað við hæstv. forseta Nd. um þessar atkvgr., og ég held, að umtal hæstv. 2. landsk. um, að ekki sé farið eftir sömu reglum í báðum d., sé algerlega á misskilningi byggt, eða misminni.