17.05.1933
Efri deild: 74. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1877 í B-deild Alþingistíðinda. (2706)

185. mál, refaveiðar og refarækt

Frsm. (Páll Hermannsson):

Í frv. þessu felast þær breyt. og sá viðauki við l. um refaveiðar og refarækt frá 1930, að tekið er tillit til þess, að nú eru ræktaðar hér á landi fleiri tegundir loðdýra en refir. Þær varúðarráðstafanir, sem gerðar eru í lögunum frá 1930 að því er snertir refi, eru hér færðar yfir til þeirra loðdýra, sem ræktuð eru hér og ræktuð kunna að verða, að því leyti sem þau gætu orðið hættuleg villidýr í landinu. Um aðrar breyt. á 1. frá 1930 er ekki að ræða í frv. Það hefir gengið gegnum hv. Nd. og ekki tekið neinum breyt. frá því, sem það var lagt fyrir þingið. Landbn. þessarar d. leggur því til, að það verði samþ.