21.04.1933
Efri deild: 52. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1897 í B-deild Alþingistíðinda. (2750)

163. mál, sýsluvegasjóð

Flm. (Jón Jónsson):

Þessi 1. frá 1923, sem hér er lagt til að gerð verði lítilsháttar breyt. á, hafa reynzt mjög gagnleg. Þau hafa örvað það mjög, að sýsluvegir væru lagðir út um sveitirnar, og hafa 9 sýslur notað sér þessi 1.

Hér er farið fram á tvær breyt. á þessum l. Fyrri breyt. er sú, að vegaskattur af húseignum verði helmingi minni en af löndum og lóðum. Eins og sést á fylgiskj. 1 við frv., hefir fasteignamatið hækkað stórkostlega frá því, sem var þegar l. um sýsluvegasjóði voru samþ. Sérstaklega hefir þó húsaverðið hækkað. En afleiðing þess er sú, að sýslufélögin verða að leggja fram miklu meira fé til vegagerða en áður var, til þess að verða aðnjótandi hlutfallslega jafnmikils styrks frá ríkinu. Heildarhækkun í þeim 9 sýslum, sem komið hafa á hjá sér sýsluvegasamþ. eftir 1. frá 1923, er um 32%. Í Mýrasýslu er hún 131%. — Afleiðing þessa er sú, að sýslufélögin verða að leggja fram þriðjungi meira fé til þess að ná sama hlutfalli um framlag ríkissjóðs, sem þá verður einnig að leggja fram meira fé í þessu skyni og að sömu tiltölu. Þetta kemur illa við framkvæmdasöm sýslufélög eins og nú árar, auk þess sem það er óeðlilegt að refsa mönnum fyrir að byggja dýr og vönduð hús með hærri sköttum en áður. Er því um sanngjarna ívilnun að ræða, sem farið er fram á í þessu frv., að lækka vegaskattinn um helming á húseignum. Og afleiðingin af samþ. frv. yrði sú, að skatturinn yrði svipaður og áður. Síðari breyt. er sú, að auk sýsluvegaskattsins megi telja þau framlög önnur, er til falla hjá héruðunum hvert ár og notuð eru, á móti framlagi ríkissjóðs. Svo er um framlög einstakra hreppa eða vegafélaga, sem sumstaðar hafa greitt fyrir vegalagningum. Er sanngjarnt, að ríkið leggi fram fé á móti því, sem lagt er fram innan hverrar sýslu, án tillits til þess, hvernig þess fjár er aflað, enda slíkt ríkinu óviðkomandi. Síðari breyt, fer fram á þetta. — Vona ég, að hv. þd. telji, að hér sé um sanngirnismál að ræða og leyfi frv. að ganga áfram.