29.04.1933
Neðri deild: 61. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í C-deild Alþingistíðinda. (3221)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Mér kemur þetta undarlega fyrir sjónir eftir fyrri ummæli hæstv. ráðh. Hann sagði þá, að hann vildi taka þetta til athugunar til samkomulags. Ég kom með þá till. að vísa málinu til kreppun., af því að mér fannst það ekki óeðlilegt, þar sem það er sagt í grg., að féð eigi að nota til kreppuráðstafana.