29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í C-deild Alþingistíðinda. (3616)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jón Baldvinsson:

Mér finnst nú eiginlega, að þessar umr. komi mér mest við af öllum. Eins og kunnugt er, hefir þessi hæstv. forseti kveðið upp yfir mér ekki færri en 6 til 7 úrskurði í sambandi við atkvgr. á undanförnum þingum, og oft með þeim úrskurðað mig óatkvæðisbæran. Nú vil ég því nota þetta tækifæri til þess að óska þess, að hæstv. forseti kveði jafnan upp úrskurði yfir þeim hv. þm., er sitja hjá við atkvgr., ef þeir færa ekki fram nægilegar ástæður, eða ef þeirra ástæður eru ekki teknar til greina, eins og þrásinnis hefir verið með mig. Ég sé ekki, að nú sé nema um tvennt að velja, að úrskurða eða úrskurða ekki, ef á að láta jafnt yfir alla ganga.