20.05.1933
Neðri deild: 79. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2645 í B-deild Alþingistíðinda. (4321)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Forseti(JörB):

Mér þykir ekki skemmtilegt, að það þurfi að velta á um úrslit mála, að þm. séu fjarstaddir. En það er á þeirra ábyrgð. Hér er t. d. annað mál á dagskránni, sem fresta varð atkvgr. um í gær sakir þess, að svo margir þm. voru fjarstaddir, þegar hún átti að fara fram. Það ætti kannske að taka upp þau vinnubrögð að þjóta upp til handa og fóta og byrja á atkvgr. mála í hvert sinn, er nægilega margir þm. sýna sig í d., hvernig svo sem á stæði að öðru leyti.