03.04.1933
Efri deild: 41. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

32. mál, ullarmat

Frsm. (Páll Hermannsson):

Ég skal játa, að eftir að mér hefir verið bent á það, þá sé ég, að þetta orð „opinberar“ mætti vel falla burt. Vitanlega mætti losna við það með því að bera hér fram skrifl. brtt., og auk þess gæti n. borið fram brtt. um það við 3. umr., ef henni sýndist svo.