04.05.1933
Neðri deild: 64. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (852)

25. mál, stjórn vitamála og um vitabyggingar

Haraldur Guðmundsson:

Ég hefi engu við það að bæta, sem ég sagði við 2. umr. málsins. Brimnesvitinn er, jafnframt því sem hann er innsiglingarviti, notaður við strandsiglingar og stendur því nákvæmlega eins á með hann eins og suma þá vita aðra, sem teknir hafa verið upp í frv., eins og t. d. Hellisfjarðarvitinn. Hann er bæði innanfjarðarviti og strandsiglingarviti. Vænti ég því, að hv. d. geti fallizt á að gera Brimnesvitann líka að ríkisvita.