17.02.1933
Efri deild: 3. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Það var gerður samningur um þetta á þingi 1931 milli Framsfl. og jafnaðarmanna. Og í fyrra var gerður samningur á milli hæstv. forsrh. og okkar jafnaðarmanna, samningur, sem hann sjálfur bar fram till. um, sem sé, að tekjur tóbakseinkasölunnar skyldu renna til þessara sjóða frá 1. júlí 1933. Nú kemur hæstv. ráðh. og segist ætla að taka þetta aftur, en vera þó til viðtals um þessa hluti. M. ö. o., að hann vill nú ganga inn á nýtt samkomulag. Þetta getur ekki kallazt annað en að margselja sama hlutinn. Hann gerði þennan samning fyrst á sumarþinginu 1931, brigðar hann síðan á þingi 1932, og nú 1933 vill hann enn fara að gera samninga í þessu efni.