08.05.1933
Neðri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (942)

24. mál, vega og brúargerð

Atvmrh. (Þorsteinn Briem):

Ég tek nú ekki þennan lestur hv. þm. mjög hátíðlega. Ég vil bara taka það fram, að ég álít, að óþarft sé að hefja opinberar umr. um það, í hvaða vegarspotta eigi að leggja þetta fé. Það hafa þegar komið óskir um þetta úr mörgum héruðum, og verður það allt athugað í stjórnarráðinu, og að því loknu verða þessar beiðnir afgr. þar, en ekki hér í miðjum umr. En að endingu get ég sagt hv. þm. V.-Húnv. það, að ég býst ekki við, að annarskonar réttlæti verði látið gilda um Vestur-Húnavatnssýslu en önnur héruð landsins.