20.11.1933
Efri deild: 14. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (1040)

21. mál, rafveita Austur-Húnavatnssýslu

Jón Baldvinsson:

Ég held, að það sé vonlaust um, að ég sannfæri hv. 3. landsk. Hann er of einsýnn til þess og lítur á sínar till. öðrum augum en annara till.

þetta mat er nauðsynlegt mál og gott. En það má nú samt bera það saman við mál annara héraða, sem leita fjárstuðnings. En mér finnst hv. þm. vilja fordæma allar till., sem eru til stuðnings fyrir önnur héruð en hans. Sagði hann nýlega, að þm. væru að „læðast með þingbekkjum“ til að leita samþykkta um fjárbeiðnir úr ríkissjóði.