18.11.1933
Neðri deild: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (1060)

42. mál, forkaupsréttur á jörðum

Flm. (Halldór Stefánsson):

því er lýst í grg. þessa frv., hversu löggjöfin hefir viljað stuðla að sjálfsábúð í landinu með ýmiskonar lagasetningu, og ég geri ráð fyrir, að sú stefna sé enn ráðandi í hugum löggjafanna. En það hefir vantað nokkuð í þá löggjöf, að því er ég tel, sem sé ákvæði til þess að tryggja það, að jarðir haldist í sjálfsábúð, eða a. m. k. sé höfð hönd í bagga með því, hvað af jörðunum verður, ef þær ganga úr sjálfsábúð. Reynslan hefir orðið sú, að margar jarðir hafa gengið úr sjálfsábúð í leiguábúð. tíð eigendaskipti an sjálfsábúðar, verðhækkun og brask, sem sumir kalla. Þetta getur ekki hafa verið meining löggjafanna, og ber því að bæta úr því.

Ef í lögum væru ákvæði lík því, sem hér er jagt til, þá mundi ekki verða nema um tvennt að gera, er frá liði, allar jarðir yrðu annaðhvort í sjálfsábúð og ábúð nánustu ættingja eða venzlamanna, eða þá í eigu hins opinbera að öðrum kosti. Í frv. eru einnig ákvæði um verð jarða, þegar til þess kæmi, að þær væru endurkeyptar í opinbera eign. Á það að miðast við fasteignamat jarðanna á þeim tíma, sem kaupin fara fram. Virðist ekki réttara að miða við annað en það mat, sem ríkið sjálft hefir löggilt.

Ég hefi svo ekki lengri formála um þetta frv., en óska, að málið fái að ganga áfram til 2. umr. og landbn.