02.12.1933
Efri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 124 í D-deild Alþingistíðinda. (1295)

63. mál, áveitur

Einar Árnason:

Ég stend upp til þess að styðja það, að þessari till. verði vísað til landbn. sé ég ekki, að hv. d. geti forsvarað að samþ. slíka till. án þess. Ég verð að segja, að ég geri mig ekki ánægðan með það, sem komið hefir frá landbn. um þetta mal. Vil ég sjá rökstutt álit frá henni um málið. Virðist vera dálítið erfitt að handsama það, sem bak við till. liggur. Efa ég ekki, að fyrir hv. till.manni vaki gott eitt að hjálpa landbúnaðinum þarna fyrir austan. (EE: Og hvar sem er). Hér á aðallega að vera um áveitur að ræða, sem styrktar eru af ríkisfé. En ég hefi enga trú á því, að landbúnaðinum austanfjalls eða annarsstaðar verði bjargað með l. og reglugerðum. Ef framtak manna til rekstrarins vantar, verður honum ekki bjargað. Það er ekki hægt að sjá það á till., hvort setja á reglur um hað, að ríkissjóður sjái að öllu leyti um viðhald á öllum þeim mannvirkjum. er hann hefir látið gera fyrir austan. Ég vil leyfa mér að spyrja, hvort ekki hafi verið um að ræða neitt viðhald á þessum mannvirkjum þarna á áveitusvæðinu. Ef ekki, hvers vegna? Eiga þeir, sem áveituna nota, ekki að sjá um viðhaldið? Er ástæða til að athuga. hvort ætlazt er til, að ríkissjóður sjái um þetta.

Þar sem talað er um stofnkostnaðargreiðslurnar, kemur fram eins og í f. hl. till., að þeir einir eiga að njóta góðs af, sem áður hafa notið framlags úr ríkissjóði, en annarsstaðar á landinu, þar sem menn hafa gert mannvirki án styrktar úr ríkissjóði, eiga menn engrar hjálpar að vænta.

Þá tel ég síðari málsgr. till., eins og hún er orðuð, varhugaverða, og get ég ekki samþ. hana. Hún hljóðar svo: „Loks skal ríkisstj. falið að láta kunnáttumenn athuga, hvort ekki sé nauðsynlegt að stofna tilraunastöð á aðaláveitusvaeðunum, og koma því máli til framgangs, ef rannsókn leiðir í ljós, að slíks sé þörf“.

Þarna er stj. gefið vald til að setja upp tilraunastöð. Á ríkissjóður að kosta hana, og eftir hvaða reglum? Ef ekki, því er þá verið að setja þetta ákvæði hér? Ef ábúendur á áveitusvæðunum vildu koma upp slíkri stöð, þá myndu þeir sjálfir gangast fyrir því og kosta hana. Og hverskonar tilraunastöð á þetta að vera? Fyrir jarðrækt eða búfjárrækt? Það sest ekki að till.

Mér virðist það varhugaverð heimild, sem í þessu liggur, að stj. ráðist í málið, ef einhverri n. sýnist. Ég geri ekki þessar aths. af illvilja, heldur af því, að ég vil láta taka það greinilega fram, við hvað er átt. Því vil ég, að landbn. leggi fram skýrari till. um það, hvað á að gera og hverjir eigi að kosta það, sem gert verður. Myndi ég því greiða atkv. með því að vísa till. til n. Er málið svo umfangsmikið, að oft er smærri málum vísað til n. hér í d. Þetta ber að gera, ekki sízt af því, að aðeins fer fram ein umr. um málið og aðeins í annari d. þingsins, að því er ég hygg.