29.11.1933
Sameinað þing: 6. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í D-deild Alþingistíðinda. (1400)

57. mál, varalögregla

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Hv. 4. landsk. beindi til mín fyrirspurn um það, með hvaða forsendum ég hefði sem fjmrh. talið mér fært að greiða úr ríkissjóði fé til kostnaðar við varalögreglu í Rvík síðastl. ár. Gagnvart þessu vil ég aðeins gefa hin sömu svör og skyringar og hæstv. dómsmrh. gerði í fyrstu ræðu sinni um þetta mál, og hirði ég ekki um að endurtaka það. Þær ástæður, sem stj. hefir fram að bera um viðhald varalögreglunnar, komu fram í þeirri ræðu. Hæstv. dómsmrh. lýsti því einnig yfir, að núv. varalögregla yrði leyst upp, a. m. k. fyrir næstu áramót. Ég þarf því ekki meira um þetta mál að ræða frá stj. hálfu. En sem þm. vil ég lýsa því yfir, að ég hefi meiri trú á föstu lögregluliði heldur en varalögreglu og tel, að það eigi að nota til fulls þau fyrirmæli laganna um skipun fastrar lögreglu í bæjum, áður en tekið yrði til heimildar sömu laga um stofnun varalögreglu.