08.12.1933
Sameinað þing: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í D-deild Alþingistíðinda. (1485)

84. mál, áfengismálið

Forseti (JBald):

Ég hafði skotið því til þeirra, sem skrifuðu undir áskorunina, hvort þeir væru því ekki samþ., að hún yrði borin undir atkv. eftir heim venjulega skilningi, sem lagður er í slíkar áskoranir, að umr. sé slitið eftir að þeir hafa talað, sem þá eru á mælendaskrá, þegar áskorunin kemur fram. Hv. flm. mótmæltu þessu ekki fyrr en ég ætlaði að fara að bera till. undir atkv.

Hitt skal ég játa, að till. er orðuð fortakslaust, og ef hún verður samþ. þannig, þá ber að slíta umr. tafarlaust. En mér þykir það nokkuð mikið harðræði við þá, sem eru á mælendaskrá, að þeir fái ekki að tala.