04.12.1933
Efri deild: 25. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í D-deild Alþingistíðinda. (1496)

76. mál, blindir menn og afnot af útvarpi

Jón Jónsson:

Mér sýnist þessi till. hafa tekið nokkrum breyt. hjá n. Ég sé nefnilega, að hér er farið fram á aukin útgjöld ríkissjóðs, en til þess var ekki ætlazt upphaflega í till. (JónasJ: Það er um þetta í niðurlagi brtt.). Ég sé ekki, að það breyti svo miklu, því að þar er gert ráð fyrir, að þetta sé einskonar kostnaður við útvarpið, og af því að þetta er aukaþing, finnst mér þessi stefna varhugaverð. Ég vil ekki leggjast á móti till. sjálfri, því að blindir menn eiga mjög erfiða aðstöðu, en mér finnst bara athugavert að samþ. slíkar fjárveitingar á aukaþingi.