05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í D-deild Alþingistíðinda. (1588)

58. mál, launakjör

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Fjhn. hefir miðað afstöðu sína til þessa máls nokkuð við afgreiðslu annara mála hér á þingi, fyrst við till. um dýrtíðaruppbót, sem áður hefir verið samþ., og svo þá þáltill., er nú var samþ. (þáltill. um skipun mþn. til að gera till. um launamál, starfsmannafækkun o. fl.). Eftir að hinar tvær till. hafa verið samþ., þykir okkur ekki ástæða til að samþ. þessa samtímis. Þó leggst n. ekki á móti efni hennar. Vona ég, að stj. hafi till. í huga, ekki síður þó að hún verði ekki samþ. nú, í því formi, sem hún kemur fram í hér. Með þeim skilningi, að stj. veiti efni till. fulla athygli, leggur n. til, að till. sé vísað til stjórnarinnar.

Þegar málið var afgr., gat einn nm. ekki verið viðstaddur, vegna forfalla.