05.12.1933
Neðri deild: 26. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í D-deild Alþingistíðinda. (1596)

58. mál, launakjör

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Tveir af hv. flm. þessarar till. hafa nú látið í ljós óánægju og undrun yfir afgr. n. á henni. Þegar ég ræddi um þetta mál í upphafi, þá vísaði ég, eins og ég hefi gert í nál., til þeirra till., sem afgr. hafa verið á þinginu, en þær eru báðar afgreiddar nú. Annarsvegar er till. um dýrtíðaruppbót og hinsvegar till. um skipun mþn., sem afgr. var nú á sömu stundu. Nú er svo ákveðið í till. um skipun mþn., að n. skuli hafa lokið störfum svo snemma, að ríkisstj. vinnist tími til að leggja málið fyrir næsta reglulegt Alþ., sem kemur saman í síðasta lagi 2. okt. 1934. Þessi till. gengur fyrst og fremst út á það, að rannsakað verði, hvernig draga megi úr útgjöldum ríkissjóðs til embættismanna og starfsmanna ríkisins annara og ríkisstofnana með hliðsjón af getu almennings.

Till. á þskj. 266 er þess efnis, að þessi sama mþn. rannsaki, „hvort og hversu draga megi .... úr beinum útgjöldum ríkissjóðs og rekstrarkostnaði ríkisstofnana“. Þessar till. 2 ná til starfsmanna ríkisstofnana, og ekki einungis starfsmanna þeirra, heldur einnig annarar starfrækslu.

Þá eru vatill., sem samþ. voru, á þskj. 151. Það er eitt verkefni n., að rannsaka, hvernig skuli koma fyrir löggjöf um launagreiðslur banka og þeirra stofnana, sem ríkið styrkir með fjárframlögum, enda verði launagreiðslur þessara stofnana með löggjöfinni samræmdar launagreiðslum ríkisins. Hér erum við þá einnig búnir að ná til banka og annara stofnana, sem kynnu að greiða óþarflega ha laun eða hafa óþarflega háan rekstrarkostnað.

Hinsvegar verð ég að segja það, að mér kom það nokkuð á óvart, hvernig hæstv. fjmrh. tók í þessa till. n. um að hafa athugun á þessu máli, því að enda þótt hann sé sannfærður um, að það sé litlu hægt að storka um þetta, þá taldi ég því og tel, að ef fallizt verður á till. þá, sem nefndin gerir, að vísa málinu til ríkisstj., þá sé ríkisstj. eigi að síður skylt að hafa athugun á því, ef möguleikar eru á þessum stutta tíma til þessara hluta. Enda nefndi hæstv. ráðh. sjálfur eitt tilfelli, þar sem hægt var að koma við sparnaði. Það var aukagreiðsla til eins af starfsmönnum stjórnarráðsins.

Náttúrlega gerir nefndin það ekki að neinu miklu kappsmáli, hvort till. hennar um að vísa málinu til stj. verði samþ. eða till. sjálf samþ.; það veit ég frá sjálfum nefndarmönnunum. En till. n. verð ég þó eigi að síður að telja alveg réttmæta.