27.11.1933
Efri deild: 20. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í D-deild Alþingistíðinda. (1758)

61. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Flm. (Jónas Jónsson):

Að því er snertir fyrri hluta till., þá flutti ég hann einnig eftir ósk eins af leiðtogum Vatnafélags Rangæinga. Vatnafélagið hefir það frá stj. Búnaðarfél., að það muni þurfa allt að 3 þús. kr. til þess að ljúka við teikningarnar. Ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig og tiltók heldur lægri upphæð, en ef málinu verður vísað til n., býst ég við, að geti komið til athugunar, hvort Búnaðarfél. treystir sér til að ljúka verkinu fyrir þessa upphæð, eða hvort þurfa mundi velviljað umtal um, að greiða mætti svo sem 500 kr. meira. Það ætti landsstj. og Búnaðarfél. að geta komið sér saman um. Um hitt er enginn skoðanamunur, að teikningarnar þarf að fullgera málefnisins vegna.

Ég mun í sambandi við næstu till. á dagskránni (um varnir gegn landbroti af Þverá) koma að skyldu ríkissjóðs til að greiða 7/8 kostnaðar við fyrirhleðsluna. Við þessa umr. liggur aðeins fyrir, hvort þingið vill heimila þessa fjárhæð eins og á stendur. Það er fjárveitingaratriði og þarf því að fara gegnum báðar deildir til þess að gera hæstv. stj. auðveldara að ljúka því verki, sem hún hefir látið byrja á með nokkrum erfiðleikum. eftir því sem fram kom í ræðu hæstv. atvmrh.

Ég get ekki verið samdóma hæstv. atvmrh. um það, að í raun og veru sé eftir nokkru að bíða með að ákveða það, að halda skuli áfram með grjótgarðana. Frá vegamálastjóra hefir ekki komið nema ein till. í þessu máli önnur en um grjótgarðana. Sú tilraun var gerð fyrr á árum, áður en núv. atvmrh. tók við stjórn. Það átti að breyta farveg vatnanna með vírneti og staurum, en það bar ekki þann arangur, að áfram væri haldið. Mér er ekki kunnugt um, að nein önnur aðferð sé þekkt, sem þarna gæti átt við, heldur en grjótgarðahleðslan. Og það er sammæli þeirra, sem kunnugir eru í Hlíðinni, að þessir garðar hafi hann tíma, sem þeir eru búnir að standa, sem er einn vetur og tvö sumur, gefið þá raun, sem bezt varð á kosið, og hað sé heim að þakka, að ekki hefir haldið afram hið gífurlega landbrot á þessu fagra sléttlendi, sem áður vofði yfir. Ég vil taka það fram, að einmitt þennan tíma síðan garðarnir komu hefir Þverá legið óvenjufast þarna upp að landinu, svo varla getur meiri þungi reynt á garðana heldur en þeir hafa þegar þolað. Sest þetta bezt á því, að um langan tíma hefir verið ófært frá Eyvindarmála inn að Barkarstöðum og Fljótsdal nema yfir Klifið.

Mesta hættan nú, eftir því sem kunnugir menn segja, er, að áin brjótist inn á hið óvarða land á bak við garðana, og stæðu þeir þá eins og sker úti í sandleðjunni. Þess vegna leggja Rangæingar mesta áherzlu á að halda strax afram með garðana inn undir Háamúla. Takist að verja landið þangað inn eftir, er aðalsveitinni bjargað. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðh., að það gegnir dálítið öðru máli um tvær innstu jarðirnar; þó æskilegt væri að geta bjargað þeim líka, ha er par minna í húfi. Enda er till.liðurinn orðaður þannig, að halda skuli áfram að gera varnargarða frá Múlakoti og inn fyrir Fljótsdal. Gefur það bendingu um, að halda skuli inneftir eftir því, sem féð hrekkur til, og verða þannig innstu bæirnir helzt útundan.

Mér finnst, að hæstv. atvmrh., sem byrjaði á þessu þarfa verki, megi vera ánægður, ef hann fengi þessa heimild, sem hann taldi sig ekki fyllilega hafa áður, til þess að þoka verkinu áfram, svo það geti borið þann árangur, sem hann og aðrir vonast eftir.