13.11.1933
Efri deild: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í B-deild Alþingistíðinda. (333)

5. mál, verðtollur

Frsm. (Kári Sigurjónsson):

Það mun vera almennt á litið og rétt á litið, að verksvið þessa Alþingis sé ekki að breyta skattstofnum landsmanna eða tekjustofnum ríkissjóðs. N. hefir líka litið svo á. Það, sem um er að ræða, er einungis það, hvort ekki beri með endurskoðun á 1. um verðtoll frá síðasta vori að kveða skýrar á um þetta, svo að ljóst sé, hvaða tekjur ríkissjóður fær eftir slíkum l.

Við búum nú við 1. um þetta, sem gefin eru út í þrennu lagi, fyrir utan l., er framlengja slík l. Fyrst eru l. frá 1926 um verðtoll, ásamt viðauka og breytingum frá 1928.

L. frá 1926 ákváðu, að verðtollur sá, er þar var ákveðinn, 10% af sumum vöruflokkum en 20% af öðrum, skyldi gilda til ársloka 1930. Þessu var nú breytt árið 1928. Aðalbreytingin var í því fólgin, að þeir vöruflokkar, sem skattlagðir voru 10%, skyldu hækka upp í 15%, en hinir úr 20% upp í 30%. M. ö. o., þarna varð 50% hækkun í báðum flokkum.

1928 var sem sagt ákveðið, að l. þessi skyldu gilda til ársloka 1930. En 1930 sá Alþingi fram á, að framlengja þyrfti l., og hefir það verið gert árlega síðan.

Á síðasta vori setti Alþingi 1. um bráðabirgðaverðtoll, þar sem ýmsir vöruflokkar voru hækkaðir að mun. Það voru l. nr. 11, gefin út 2. júní. Má líta svo á, sem öll verðtollslög frá og með árinu 1930 væru aðeins til bráðabirgða. Getur slíkt verið villandi, einkum þegar þess er gætt, að viðauki við verðtollsl. frá 1926 var ekki felldur inn í hin l., heldur settur aðeins sem viðauki. Verðtollsl. frá 11. júní eru einnig í raun og veru viðauki.

Þá voru seinna sett sérstök l. um, að verðtollsl. frá 1926 og 1928 skuli gilda til ársloka 1934, en þar sem l. um bráðabirgðaverðtoll voru gefin út 17 dögum fyrr, hefir skapazt sá skilningur hjá þeim, sem l. áttu að koma niður á, að binda mætti sig við þau l., sem seinna voru út gefin, og hafa meira að segja risið málaferli út af þessu.

Þegar fjhn. athugaði þessi l., kom það fram, að í meðferð síðasta þings hafði fallið niður að setja l. um, að framlengingin næði einnig til breytinganna, sem urðu með l. frá 2. júní í ár.

Það er auðsjáanlega tilgangur hæstv. stj. að fastákveða það, hvaða l. skuli vera í gildi um þetta. Að því leyti fellst n. á frv. En það hefir fallið niður að skírskota til viðaukal. frá 3. apr. 1928 í þessu nýsamda frv., og leggur því n. til, að það verði lagfært. N. er sammála um að breyta ekki fyrirætlunum síðasta Alþingis um verðtoll, þó að einn nm. hafi skrifað undir nál. með fyrirvara, sem lýtur að stefnu hans í tollamálum yfirleitt. Vænti ég þess, að hæstv. fjmrh. fallist á, að frv. verði gefið út óbreytt að öðru en þessari brtt. n.