17.11.1933
Efri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Lausnarbeiðni stjórnarinnar

fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég vil lýsa yfir því, að fyrir tveimur dögum sendi ég símskeyti til konungs og baðst lausnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og var það gert eftir ósk, sem um það hafði komið frá þm. Framsfl. í gær barst mér svo hljóðandi skeyti frá konungi:

„Eftir að Vér höfum meðtekið skeyti yðar, dags. 15. þ. m., og af þeim ástæðum, sem þér takið þar fram, veitist hér með yður sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra Magnúsi Guðmundssyni og atvinnu- og samgöngumálaráðherra Þorsteini Briem lausn frá ráðherraembættum, og óskum Vér jafnframt, að þér og þeir annist embættisverk ráðherranna eins og hingað til, þar til önnur skipun verður gerð.

Christian R.“

Þetta tilkynnist hér með hv. deild.