06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

7. mál, tolllög

Jakob Möller:

Ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, og þýðir hann það, að ég muni bera fram brtt. við 3. umr. viðvíkjandi flokkuninni. Eins og frv. er nú, felst í því tollvernd fyrir erlent súkkulaði. Ég sé enga ástæðu til þess og finnst, að ekki mætti minna vera en að íslenzkt súkkulaði væri sett jafnfætis því erlenda. Um þetta býst ég einnig við að bera fram brtt. við 3. umr.