21.11.1933
Neðri deild: 15. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (631)

24. mál, Tunnuverksmiðja Akureyrar

Guðbrandur Ísberg:

Ég vil leyfa mér að þakka hv. sjútvn. fyrir afgreiðslu þessa máls. Að vísu hefir hún borið fram brtt. við 1. gr. frv., en það kemur ekki að sök, því að upphaflega var gert ráð fyrir því, að Akureyrarkaupstaður mundi ganga í endurábyrgð gagnvart ríkissjóði. Hinu sama var gert ráð fyrir að því er snertir ábyrgð á rekstrarláni til handa tunnuverksmiðjunni á Siglufirði, að Siglufjarðarbær ábyrgðist lánið gagnvart ríkissjóði. Er samvinnufélagið á Akureyri að þessu leyti sett á sama bekk, og verður eigi undan því kvartað, en þess óskað, að málið fái að ganga áfram óhindrað.