15.11.1933
Neðri deild: 10. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í C-deild Alþingistíðinda. (945)

23. mál, bæjarútgerð Reykjavíkur

Jakob Möller:

Aðalflm. þessa frv. hefir gert grein fyrir því, að frv. sé ekki tímabært. Hann tók það fram, að málið væri í nefnd í bæjarstj. til rannsóknar. Nefndin á að rannsaka möguleikana fyrir því að auka útgerð í bænum og hver tegund útgerðar beri sig bezt. Þessi nefnd hefir ekki lokið störfum, og er það ein ástæðan fyrir því, að frv. er ótmabært. En það eru fleiri ástæður til þess. Fyrst og fremst er það sú ástæða, að engin beiðni um þetta liggur fyrir frá bæjarstjórn. En það virðist eðlilegt, að slík heiðni hefði átt að koma frá þeim aðila, sem hér á að njóta góðs af, áður en farið væri að bera fram frv. um málið. Hinsvegar hefi ég ekkert á móti því, að málinu verði vísað til n., svo að hv. þm. fái aðstöðu til þess að kynna sér þetta mál og hvort rétt sé af bænum að halda uppi með fjárframlagi atvinnuvegi, sem ekki ber sig, og valda með því óeðlilegri stækkun Rvíkur á kostnað annara landshluta.