09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1432 í B-deild Alþingistíðinda. (1141)

7. mál, gengisviðauki

Jón Baldvinsson:

Ég vildi taka til mála um þetta frv., sem er það fyrsta á dagskrá að því er snertir að lækka skatta. Því að hin eru ýmist til framhalds skatta um um nýja tekjuöflun. Þetta frv. tel ég eiga fullan rétt á sér, eins og hæstv. fjmrh. hefir tekið fram. Og viðvíkjandi hinum öðrum frv. vildi ég taka það líka fram, að við Alþýðuflokksmenn teljum rétt, að þau fari til athugunar í nefnd, svo að þau verði athuguð bæði út af fyrir sig og eins í sambandi við þau önnur tekjuöflunarfrv., sem fram kunna að koma á skattamálasviðinu.