12.12.1934
Efri deild: 59. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2834 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Jónsson:

Ég álít, að það eigi mjög illa við, að hv. 4. landsk. rísi hér upp og mótmæli því, að þetta frv. mitt verði tekið á dagskrá, af því að hann hefir sem form. fjhn. legið á því allan þingtímann og ekki afgr. það frá n., þó að ég viðurkenni þá almennu reglu, að þau mál, sem lengra eru komin, eigi að sitja fyrir afgreiðslu svo síðla á þingi. En ég vona, að hæstv. forseti taki málið á dagskrá, þrátt fyrir það, þó að ekki væri til annars en í refsingarskyni við hv. fjhn.