14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1871)

5. mál, útflutningsgjald

Jón Auðunn Jónsson:

Ég greiði atkv. með brtt. á þskj. 798, með tilliti til þess, að með því ákvæði megi takast að ná samningum við Dani um hagkvæmari viðskiptaskilyrði en hingað til hafa átt sér stað, þannig, að Danir láti okkur hafa nokkuð af kvóta sínum í viðskiptum við Suðurlandaþjóðirnar, þar sem við kaupum af þeim svo miklu meira en við seljum þeim. Það er okkur nauðsyn að fá að láta nokkuð af fiski upp í þeirra kvóta, sérstaklega á Spáni og í Portúgal. Þetta gæti hjálpað til þess, að slíkir samningar yrðu upp teknir. Danir hafa t. d. hjálpað Færeyingum og tekið tillit til þarfa þeirra í samningum þeirra við Spán. Hafa þeir aukið sinn innflutning þaðan, til þess að Færeyingar gætu selt allan sinn fisk. Það er aðeins með tilliti til þessa, að ég greiði atkv. með till.