17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1273 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

5. mál, útflutningsgjald

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það, sem skiptir máli í þessu sambandi frá mínu sjónarmiði, er það, hvað vakað hefir fyrir hv. flm. þessarar till., þegar hún kom fram í Ed. Nú hefi ég talað við hv. flm. till. 1. þm. Reykv., og hann segir, að það, sem hafi vakað fyrir sér, sé það sama og hv. þm. Borgf. gat um í sinni ræðu. Og er það þá vitanlegt, að þá ber að taka málið á þeim grundvelli, og skiptir ekki máli, hvaða skilning ég út af fyrir sig legg í það. Aðalatriðið er, að það komi skýrt fram, hvað hv. flm. till. meinti, og nú hefir það komið í ljós, að það er hið sama og hv. þm. Borgf. og hv. þm. Vestm. vildu láta hana þýða, og þýðir hún þetta þá vitanlega, hvort sem ég vil láta það vera svo eða ekki.