13.10.1934
Neðri deild: 9. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1675 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

60. mál, forðagæsla

Bjarni Ásgeirsson:

Mér þykir gott, að hv. 6. landsk. ætlar ekki að misbrúka tímann meira en hann þegar hefir gert. Hv. þm. var að tala um það , að hér væri um óvenjulegar ástæður að ræða. Ég geri nú ráð fyrir, að flestum hafi verið kunnugt um það. En það hafa líka óvenjulegar ráðstafanir verið gerðar með því að kyrrsetja í landinu meira af fóðurbirgðum en nokkurntíma hefir verið gert áður, og það eftir kröfum þeirra manna, sem finna, hvar skórinn kreppir að, og stj. hefir verið vakandi með þessum mönnum og er það ennþá og var það, þegar þáltill. kom fram.

Það er langt frá því, að landbn. hafi níðzt á þessu máli og beitt meirihl.valdi til þess að svæfa það. Í n. var ekkert gert annað en það, sem öllum nm. kom saman um. Ég heldi því, að eina gagnið, sem hv. þdm. geta gert þessu máli, sé að láta það ganga sem fyrst gegnum þingið og tefja það ekki með óþarfa mælgi og málæði.