14.11.1934
Neðri deild: 36. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1845 í B-deild Alþingistíðinda. (2691)

119. mál, tollundanþága fyrir tunnuefni og hamp

Finnur Jónsson:

Ég held fast við brtt. Hún þarf í engu að rugla hafnarl., þó að hún nái samþykki. Er það e. t. v. af því, að ég er löggjafi, en ekki lögfræðingur, að mér finnst þetta. Í hafnarl. er ekkert sagt um vörutoll af tunnuefni. Aftur má ákveða í reglugerð, að leggja megi vörutoll á allar vörur, sem fluttar eru til hafnar. Þarf því ekki að gera neinar breyt. á hafnarl., þó að þessi undanþága sé veitt. — Hinsvegar er óréttmætt, að ríkissjóður gefi eftir tollinn, en láti bæina halda áfram að tolla þessa vöru.