04.12.1934
Neðri deild: 50. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2021 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

104. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég tel það mjög eðlilegt, að núv. atvmrh. og flokkur hans vilji eiga fulltrúa í síldarbræðslustj., og er ekkert við það að athuga. En jafnframt og séð er fyrir því í frv., að svo verði, þá er öllum aðalflokkum þingsins tryggð íhlutun, og þarf því enginn að kvarta.

Ég hefi gert till. um, að formaður verði skipaður til þriggja ára eins og aðrir stjórnarnefndarmenn, og er það tvímælalaust réttara en að láta skipa alla stj. til eins árs í senn. En milli þess tvenns átti ég að velja, að gera till. um, að öll síldarbræðslustj. yrði skipuð til þriggja ára, eða til eins árs. Getur það vart orkað tvímælis, að hinn fyrri kosturinn er beztur og gefur stj. verksmiðjunnar mest öryggi.