25.10.1934
Neðri deild: 19. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2570 í B-deild Alþingistíðinda. (3382)

80. mál, eftirlit með opinberum rekstri

Jakob Möller:

Nei, það þarf sjálfsagt ekki að verða neinn ágreiningur um útungunarstarfsemi skipulagsnefndarinnar. Það skiptir ekki miklu máli, að öðru leyti en því, að allri þessari útungun fylgir verulegur kostnaður fyrir ríkissjóð. Enda get ég ekki séð annað en þetta sé eingöngu gert til þess að stofna embætti og geta komist fleiri mönnum í góðar stöður. Því að efninu til er þetta það skínandi humbug, að á betra verður ekki kosið.