29.11.1934
Sameinað þing: 15. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (4718)

169. mál, ábyrgð á láni fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Þessi till. er flutt vegna þess, að lánsheimild sú, er nota átti í þessu skyni og stendur í fjárl. fyrir yfirstandandi ár, 22. gr., kom formlega ekki að notum, því að lánveitandi krefst þess, að ábyrgðarheimildin sé tiltekin í sterlingspundum, en heimildin í fjárl. er miðuð við 100 þús. kr. ábyrgð. Það er því nauðsynlegt að breyta forminu á þessu, og hefi ég því borið þessa till. fram í samráði við hæstv. fjmrh. Við samþ. þessarar till. fellur náttúrlega niður heimildin í 22. gr.

Ég mun koma með skrifl. brtt. við þáltill., þess efnis, að ríkisstj. sé heimilt að ábyrgjast lánið gegn fullum tryggingum.

Þá hefir mér verið bent á, að vissara sé að fella niður niðurlag gr., og mun ég líka koma með brtt. um það.