15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

32. mál, útflutningur á kjöti

Bjarni Ásgeirsson:

Vegna þess að hv. þm. Ak. er ekki viðstaddur, vildi ég óska þess fyrir hans hönd og sömuleiðis fyrir n. hönd, að þetta mál gangi áfram til 3. umr.

Þegar þessi l. voru sett, þá var það vegna þeirra takmarkana, sem orðnar voru á útflutningi kjöts. Þessi l. þóttu nauðsynleg til þess að hægt væri að hafa fullt skipulag á útflutningi kjöts til annara landa. Nú er það kunnugt hv. þm., að aðstaðan hefir ekkert breytzt frá því 1933 að lögin voru gerð, og er því sýnilegt, að fullkomlega sama ástæða er fyrir hendi nú til að framlengja lögin, sem var á sínum tíma til að setja þau. N. leggur því eindregið til, að frv. verði samþ.