29.11.1934
Sameinað þing: 16. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (5022)

169. mál, ábyrgð á láni fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Út af ræðu hv. 2. þm. Rang. vil ég segja það, að ég geri ráð fyrir því, að þeir, sem þessi lán veita, leggi aðallega upp úr ríkisábyrgðinni, en minna upp úr því, hvaða tryggingar ríkið hefir. Ég held því, að það komi ekki til mála, að þessu verði mótmælt, en ef svo færi, er fljótgert að taka í einu lagi Hafnarfjarðartill. og þessa og lagfæra þær, ef reynslan sýnir, að þess sé þörf, því að þessar lántökur munu fara fram næstu daga.