11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (1013)

30. mál, útrýming fjárkláða

Guðbrandur Ísberg:

Það kom fram í síðustu ræðu hv. þm. V.-Sk., að hann ætlast til þess, að farið verði eftir þeirri rannsókn, sem fram fór fyrir 1–11/2 ári, þegar ákveðið verður, hvar nauðsynlegt sé að baða og hvar ekki. Ég lýsti nokkuð um daginn þessari rannsókn, og hygg ég hv. þm. þá hafa verið við, svo að ég hirði ekki að endurtaka það. En fyrst hann vill láta fara eftir 1–11/2 árs gömlum athugunum, þá skil ég, hvað hann er að fara í þessu máli. Það er ekkert annað en tilraun til að þvæla málið og bera fram hógværar óskir um, að það verði ekki afgr. En það tel ég rökþrot. þegar talað er um athuganir, sem fram skuli fara í þessu máli, að vísa til nauðaómerkilegrar rannsóknar, sem fram fór fyrir hálfu öðru ári. (GSv: Lögreglustjórarnir áttu að sjá um, að rannsóknin færi vel fram. Hefir þessi lögreglustj. þá vanrækt það?). Um þetta atriði vil ég leyfa mér að vísa til þess, að þegar ég spurðist fyrir um skýrslurnar í ágústmánuði, í tilefni af því, að stjórnarráðið krafði mig um skýrslur úr mínu héraði, sem ég hafði sent fyrir löngu, var mér sagt, að ég væri eini sýslum., sem sent hefði skýrslur. (GSv: Þær hafa þá verið ófullkomnar. — BÁ: En hjá sýslum. í V.-Skaftafellsýslu?).