25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

89. mál, eftirlit með verksmiðjum og vélum

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Allshn. hefir athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ. Þó flytur hún brtt. á þskj. 203 á þá leið, að áður en reglugerð sé sett skuli leitað álits Alþýðusambands Íslands og Atvinnurekendafélags Íslands. En það hefir nú verið upplýst, að það félag, sem hér er um að ræða, heitir Vinnuveitendafélag Íslands, og flytjum við því skrifl. brtt. við brtt. n., um að í staðinn fyrir „Atvinnurekendafélag Íslands“ komi: Vinnuveitendafélag Íslands.