27.03.1935
Neðri deild: 39. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 936 í B-deild Alþingistíðinda. (1353)

74. mál, Skuldaskilasjóður vélbátaeigenda

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Ég vil taka undir þau orð hv. 6. þm. Reykv., að það sé hægt að fara rangt með réttar tölur, — það hefir hann greinilega sýnt. Hann vill nota þessar tölur til að afsanna, að lausaskuldir vélbáta væru tiltölulega miklu meiri en hjá togaraútgerðinni. En það er ekki hægt að komast framhjá því, að skýrslan sannar hitt. Skuldir vélbátaeigenda ásamt línuveiðurum eru taldar í skýrslunni á bls. 37 14039000 kr., en skuldir togaraeigenda 12481000 kr. Nú veit ég ekki, hvað skuldir línubáta eru miklar, en ég geri ráð fyrir, að látí nærri, að þær séu 11/2 millj., og eru þá heildarskuldir vélbáta- og togaraútgerðarinnar svipaðar. Af þessu eru vieilskuldir vélbátaútgerðarinnar 4733 þús. kr., en víxilskuldir togaraútgerðarinnar 8272 þús. kr. Skakkar þar meira en 31/2 millj. Hinsvegar eru verzlunarskuldir vélbáta 4310 þús. kr., en togaranna ekki nema 1387 þús. kr. Engum getur blandazt hugur um, að það eru einmitt þessar skuldir, verzlunarskuldir, sem eru ósamningsbundnar, sem langmest hætta stafar af, að fyrirtækin verði stöðvuð og að þeim gengið.

Ég veit ekki, hvað hv. þm. telur lausaskuldir, en mér sýnist eftir þessum skýrslum, að lausaskuldir vélbáta séu 6,1 millj., en togara um 3,2 millj., eða næstum því helmingi minni en vélbáta og línuveiðara. Framhjá þessu er ómögulegt að komast, hvernig sem reynt er að nota þessar tölur.