29.03.1935
Neðri deild: 40. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

56. mál, bæjargjöld á Ísafirði

Forseti (JörB):

Þetta mál hefir nokkuð dregizt aftur úr þeim málum, sem flutt voru á sama tíma og um sama efni, sem búin eru að fá afgreiðslu. Er það nokkuð af mínum völdum, af því að ég hefi tekið fyrir önnur mál til umr., sem varð til þess að tefja afgreiðslu þessa máls. Sakir þess, hve erfitt er um fundarsókn vegna lasleika hv. þingmanna, þá sé ég mér ekki fært að fresta nú afgreiðslu í málinu. Ég vil þá heldur gera það að till. minni, að hv. þm. geri jöfnuð um málið við atkvgr., þannig að þm. sitji hjá við atkvgr., jafnmargir andstæðir í þessu máli þeim, sem vantar, ef atkvgr. skiptist í þessu máli eftir flokkum, sem ég veit þó ekki — að því tilskildu, að allir aðrir viðstaddir hv. þm. greiði atkv. um málið.