19.11.1935
Efri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (1899)

50. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að hann taki mál þetta af dagskrá, þar sem hér er komin fram þáltill. um að athuga tekjustofna fyrir bæjarfélög yfirleitt fyrir næsta þing. Ég býst við, að sú till. verði samþ., svo að frv. um þetta efni geti legið fyrir næsta þingi. En hér er farið fram á að leggja skatt á almennar neyzluvörur, sem öðrum bæjarfélögum hefur verið neitað um.