19.11.1935
Efri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (1900)

50. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Jón Auðunn Jónsson:

Vestmannaeyingar hafa hér sérstöðu að því leyti, að þessi skattur lendir á þeim einum og engum öðrum. Löggjöf um tekjustofna bæjarfélaga myndi ekki koma til framkvæmda fyrr en í árslok 1936, en lengra er þessu frv. ekki ætlað að ná.