21.03.1935
Efri deild: 31. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1305 í B-deild Alþingistíðinda. (2124)

53. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Nefndin hefir farið yfir beiðnir þær, sem lágu fyrir um ríkisborgararétt, og taldi hún hægt að mæla með því, að þeir fengju allir réttindi, sem taldir eru á þskj. 65. Að vísu eru tveir eða þrír af þeim ekki alveg búnir að dvelja hér hinn lögákveðna tíma, eða 10 ár, en það er svo lítið eftir — og önnur skilyrði uppfyllt —, að n. sá ekki ástæðu til að neita um réttindin af þeim sökum. N. hefir einnig farið í gegnum aðrar beiðnir, sem hafa borizt um sama efni, og leggur til, að þeir tveir, sem taldir eru á þskj. 158, fái einnig ríkisborgararéttindi. Er annar þeirra Íslendingur, fæddur í Danmörku og á danska móður, en er fluttur hingað og seztar hér að, eða hefir verið hér síðan hann var 9 ára að aldri. Hinn er búinn að vera hér lengi og hugsar ekki til að flytja héðan aftur, og fullnægir að öðru leyti öllum skilyrðum. Öðrum beiðnum, sem fyrir lágu, sá n. sér ekki fært að mæla með, vegna þess að umsækjendur eru ekki búnir að dvelja hér nógu lengi. Undantekning er þó um einu mann, sem sótti, en ekki er tekinn hér upp, vegna þess að n. áleit, að hann hefði ríkisborgararétt hér. Hann er fæddur hér á landi, fluttist til Ameríku, hefir dvalið þar lengi, en er nú kominn heim aftur og hefir hvergi fengið ríkisborgararétt annarsstaðar. Álítum við því að hann þurfi ekki annað til að fá viðurkenndan rétt sinn en snúa sér til dómsmrn., er hann hefir fengið vottorð um, að hann hafi ekki orðið ríkisborgari í öðru landi. Till. n. er því sú, að þeir menn, sem taldir eru á þessum tveimum þskj., fái ríkisborgararétt.